Leigubílstjóri skotinn af stuttu færi í andlitið – Talinn úr lífshættu

Síðastliðinn fimmtudag, 22.ágúst átti sér stað fyrirsát í Möltu þar sem tveir vopnaðir menn réðust að leigubílstjóra (77 ára) og farþega (64 ára). Farþeginn hafði nýverið tekið út háa fjárupphæð úr BOV-banka (Bank of Valletta) og hafði hana í lausafé með sér í leigubílnum.
Mennirnir voru grímuklæddir og réðust inn í leigubílinn þegar bílstjórinn hægði á bifreiðinni. Þeir skipuðu farþeganum að afhenda sér reiðuféð en maðurinn neitaði og reyndi að streitast á móti. Annar maðurinn var með hníf en hinn með skammbyssu. Viðbrögð glæpamannanna voru þau að annar þeirra skaut leigubílstjórann af mjög stuttu færi í andlitið en hinn stakk farþegann og hlaut hann örlitla áverka af því.
Vitni segjast hafa séð glæpamennina flýja vettvanginn í hvítum Peugeot 208 og fannst bíllinn um eftirmiðdaginn samdægurs.
Fórnarlömbin voru sótt og færð niður á Matre Dei sjúkrahús á Möltu í gær. Farþeginn hefur verið færður til yfirheyrslu, enda hlaut hann minniháttar meiðsli en leigubílstjórinn var talinn úr lífshættu í morgun.
Enn hafa afbrotamennirnir ekki fundist.

SHARE