Lést úr vannæringu – Ekki fyrir viðkvæma

Tveimur dögum eftir að þessi mynd var tekin, lést Udai Faisal úr vannæringu. Drengurinn var svakalega illa haldinn, með innfallnar kinnar, sokkin augu og augljóst er hversu veikburða litla skinnið var.

Heartbreaking-Story-The-5-Months-Old-Baby-Boy-That-Starved-to-Death-1

 

Udai var einn af milljónum barna sem þjást vegna stríðsins í Yemen.

„Hann grét ekki og það komu engin tár, hann var bara stífur. Ég æpti og það leið yfir mig,“ sagði móðir hans, Intissar Hezzam.

Fjölskylda Udai lifir á atvinnuleysisbótum föður hans, Ahmed, sem er um 25 þúsund krónur á mánuði. Börnin á heimilinu eru níu og þau eru á aldrinum 2-16 ára. Ahmed var með vinnu sem verkamaður en missti vinnuna þegar stríðið braust út. Hækkandi matarverð varð til þess að fjölskyldan fór að borða bara eina máltíð á dag og þá var yfirleitt bara borðað brauð og jógúrt.

 

Udai litli var á brjósti í 20 daga en móðir hans varð að hætta með hann á brjósti vegna þess að hún var ekki með neina mjólkurframleiðslu því hún var sjálf ekki að fá nægilega mikla næringu. Intissar fór þá að gefa barninu þurrmjólk en það var ekki lengi því það er mjög erfitt að fá mjólkina í Yemen auk þess sem hún er mjög dýr.

 

Þegar Udai var þriggja mánaða fékk hann niðurgang. Faðir hans fór með hann á spítala en spítalinn átti engin lyf til að hjálpa barninu.

Heartbreaking-Story-The-5-Months-Old-Baby-Boy-That-Starved-to-Death-2

 

Þann 20. mars var Udai orðin svo lasinn að foreldrar hans fór með hann á bráðamóttökuna á Al-Sabeen spítala. Hann var alvarlega vannærður, með sýkingu í brjósti og með niðurgang. Læknarnir gáfu honum sýklalyf og næringu í æð. Litli drengurinn var kominn með krampa í pínulitlu handleggina sína, fótleggirnir lágu hreyfingarlausir og hann var fölur og veikburða. Þegar hann grét komu engin tár úr augunum því hann var svo uppþornaður en hann vóg aðeins 2 og hálft kílógramm.

Læknarnir misstu alla von eftir 2 daga meðferð og foreldrar hans fórum hann heim. Þremur klukkustundum síðar lést Udai.

Udai var einn af rúmlega 1,3 milljón barna sem þjást vegna vannæringar í Yemen.

 

 

 

SHARE