Lily Lolo: Dásamlega vandaðar og margverðlaunaðar snyrtivörur

Upp á síðkastið hef ég verið að prófa hinar ýmsu vörur frá Lily Lolo. Lily Lolo framleiðir afar vandaðar steinefna-snyrtivörur í hæsta gæðaflokki. Hér er um að ræða breskt vörumerki sem hefur hlotið hin ýmsu verðlaun fyrir vörur sínar. Vörurnar eru paraben og ilmefnalausar og samþykktar af BUAV sem þýðir að þær eru ekki prófaðar á dýrum. Klapp fyrir því!

IMG_9245

IMG_9252

Ég prófaði meðal annars þetta BB-krem frá umræddu merki. Og ég er nú bara dálítið skotin í því – svona satt best að segja. Í fyrsta sinn sem ég fell fyrir BB-kremi, nota bene. Þessi stafrófskrem hafa aldrei heillað mig. Bara ruglað.

Kremið er létt og smýgur inn í húðina á ógnarhraða. Það er kostur sem ég kann að meta. Þoli ekki farða sem situr eins og klístur á andlitinu á mér langt fram yfir hádegi.

IMG_9258

Ég tók ljósasta kremið. Og fékk vægt áfall þegar ég ætlaði að hefjast handa við að smyrja því á mig. Það var svo agalega dökkt að sjá. Nú eða ég bara svona skelfilega hvít. Það er sennilega það síðarnefnda. Jæja, engu að síður þá lagaðist kremið fullkomlega að mínum húðlit. Engin skil, ekkert vesen.

Það þarf alveg örlítið af kreminu í hvert skipti.  Að minnsta kosti þegar það er notað undir aðrar förðunarvörur.

IMG_9248

IMG_9250

Lily Lolo er með ótrúlega gott úrval af kinnalitum. Þessi alveg öskraði nafn mitt þegar ég fór yfir vöruúrvalið hjá þeim. Fölbleikur og vel glitrandi. Ég er ekki mikil kinnalitakona en þessi er alls ekki of bleikur og gefur andlitinu einhvern sællegan ljóma. 12 stig.

Svona fyrir utan hvað það er afskaplega auðvelt að sulla kinnalitnum yfir sig alla. Og út um allt. Yfir öll gólf. Allan vaskinn. Það er þó mögulega bara brussugangurinn í mér.

IMG_9266

Þetta er svo varan sem fær hjarta mitt til þess að slá hraðar. Enda skarta ég engu sem hægt er að kalla augabrúnir. Einhver fjögur hár á stjákli þarna á enninu á mér. Svona sirka.

Fyrst er liturinn brúkaður til þess að fylla inn í og skerpa brúnirnar. Að lokum ber maður vaxið á þær og í kring. Voilá – þær haggast ekki og haldast fullkomnar allan daginn.

Þetta er eitthvað sem ég kem til með að fjárfesta í aftur. Og aftur.

IMG_9273

Fjögur hár verða eins og 400 hár. Ljómandi góður árangur!

Þið getið verslað vörurnar frá Lily Lolo hérna. Virkilega góðar vörur á stórfínu verði.

Þær fá mín meðmæli!

Tengdar greinar:

Fyndið: Sjáðu karlmenn reyna að bera kennsl á staðalbúnað úr snyrtibuddum kvenna

Kolsvartur augnblýantur kemur sterkur inn í vetur

Snyrtiráð sem yngja upp!

 

SHARE