Lindex opnar 470 fermetra verslun á Akureyri

Lindex hefur ákveðið að opna nýja glæsilega 470 fermetra verslun í Glerártorgi á Akureyri þann 16. ágúst nk.  Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Eikar fasteignafélags og forráðamanna Lindex.  Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 450 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.  Gera má ráð fyrir að um 12 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Akureyri.

Verslunin, sem staðsett er í norðurhluta Glerártorgs, mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex.  Í fyrirtækinu starfa um 40  hönnuðir sem einnig hafa fengið í samstarf við sig þekkta hönnuði á borð við  Missoni og Matthew Williamsson auk þess sem stjörnurnar Gwyneth Paltrow, Penelope Cruz og Kate Hudson hafa unnið með fyrirtækinu við vorlínur fyrirtækisins undanfarin ár. 

 „Þetta er frábært næsta skref fyrir okkur en við opnuðum Lindex í Smáralind árið 2011, Lindex Kids í Kringlunni á síðasta ári og nú er komið að því að opna á Glerártorgi.  Við erum þakklát fyrir hversu vel hefur tekist til með staðsetningu og hlökkum mikið til að bjóða Akureyringum og nærsveitungum upp á tískuupplifun á heimsmælikvarða“ segja þau Lóa D. Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, umboðsaðilar Lindex á Íslandi

Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfinu og manneskjunni sem framleiðir vöruna sem endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Lindex á Íslandi hefur einnig verið stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands og Unicef á Íslandi.

Við erum mjög ánægðir með þennan samning og það er mikil viðurkenning fyrir Glerártorg að Lindex velji það fyrir sína næstu verslun. Glerártorg er afar vel staðsett og þar á verslun eftir að aukast jafnt og þétt á komandi misserum”, segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags.

Þetta er okkar þriðja Lindex verslun á Íslandi og við erum öll full tilhökkunar að bjóða okkar tísku- og barnafatnað nýju viðskiptavinum okkar í höfuðstað norðursins, sjáumst í ágúst! segir Johan Isacsson, yfirmaður umboðsmála hjá Lindex.

Verslunarmiðstöðin Glerártorg var byggð árið 2000 og árið 2008 var ákveðið að tvöfalda verslunarrýmið sem þá fór í ríflega 20.000 m².  Á fjórða tug fyrirtækja hefur rými í verslunarmiðstöðinni í höfuðstað Norðurlands sem staðsett er í hjarta Akureyrarbæjar.

Screen Shot 2014-03-27 at 3.01.16 PM

  • Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað
  • Verslanir Lindex eru yfir 450 í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Baltnesku löndunum, Tékklandi, Rússlandi, Slóvakíu, Bosníu Herzegóvínu, Póllandi og  Mið Austurlöndum auk þess sem boðið er vörur Lindex til 27 ESB landa í gegnum lindex.com. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns
  • Lindex styður baráttu gegn brjóstakrabbameini
  • Frekari upplýsingar má finna á www.lindex.com
SHARE