Ljúffengt mexikóskt kjúklingasalat – Uppskrift

Tinna Björg heldur úti matarbloggi sem nálgast má hér. Þú getur fylgst með öllu því nýjasta með því að verða vinkona hennar á Facebook síðu hennar sem nálgast má hér. Hér er æðisleg uppskrift af kjúklingasalati fengin af matarbloggi Tinnu Bjargar:

Mexíkóskt kjúklingasalat
fyrir 4-6 manns
5 kjúklingabringur
1 iceberg höfuð
2 avocado
4 tómatar
1 dós chillibaunir
1 krukka ostasósa
taco krydd
salt
hvítur pipar
Kryddið kjúklingabringur með taco kryddi, salti og hvítum pipar og steikið í ofni við 180° í um 40 mínútur.
Rífið eða skerið iceberg kál í grunnt fat.
Skerið avocado og tómata í hæfilega stóra bita og dreifið yfir kálið.
Blandið saman chillibaunum og ostasósu í potti.
Hitið upp að suðu, lækkið hitann og látið krauma í nokkrar mínútur.
Skerið kjúklingabringur í bita og bætið saman við sósuna.
Hellið að lokum kjúklingaréttinum yfir salatið.
Berið fram með Doritos og ef til vill smá slettu af sýrðum rjóma.
SHARE