Loftmengun helsta orsök krabbameins í lungum og blöðruhálskirtli

 

Loftmengun1_MYND_GettiImage

 

World Health Organization (WHO) hefur nú flokkað mengun í andrúmslofti þar sem fólk fær í sig agnir við innöndun helstu örsök krabbameins samkvæmt frétt á BBC.  Uppruni þessarar mengunar eru útblástur frá bílum og orkuverum, mengun frá landbúnaði og iðnaði en einnig hitakerfi á heimilum fólks.  Who segir að þessi flokkun eigi að túlkast sem sterk skilaboð til stjórnvalda um að bregðast við.

 

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin, International Agency for Research on Cancer (IARC)  sem eru hluti af WHO hefur nú flokkað loftmengun sem þessa í sama flokk og tóbaksreyk, UV geislun og plutonium.  Loftmengun er þegar þekkt fyrir að valda hjarta og lungnasjúkdómum en nú hafa gögn sýnt að slík mengun veldur einnig krabbameini.

 

Loftið sem við öndum að okkur er mengað af alls kyns ögnum sem í eru krabbameinsvaldandi efni.  Dr. Kurt Straif JARC hjá IARC segir nýjustu gögnin bendi til 223.000 dauðsfalla vegna lungnakrabba í heiminum.  Meira en helmingur er talinn vera í Kína og í öðrum Asíulöndum.  Hröð iðnvæðing hefur leitt til mengunarskýa í borgum eins og Beijing.  Hins vegar er vandamálið hnatthrænt og áhyggjurnar um loftmengun hækkuðu töluvert í Evrópu í þessari viku þegar Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti skýrslu sína um loftmengun í borgum  sjá  hér en Umhverfisfrettir.is  fjallaði um málið í umföllun  hér.  Gögn benda einnig til tengsla við krabbamein í blöðruhálskirtli.

 

Dr. Kurt Straif JARC segir að nú vitum við að loftmengun utandyra er ekki aðeins einn aðaláhættuþátturinn heldur almennt stærsti umhverfisþátturinn sem valdi dauða af völdum krabbameins.  Krabbameinsrannsóknarstofnunin í Bretlandi segir þessar niðurstöður ekkert koma á óvart.   Dr. Julie Sharp segir að það sé mikilvægt að fólk hafi þetta í huga og viti af þessu.  Þrátt fyrir að loftmengun auki áhættuna á lungnakrabba þá séu einnig aðrir þættir sem hafi mikil áhrif eins og reykingar.  Dr. Rachel Thomson hjá World Cancer Research Fund International segir að þessar nýjust niðurstöður styðji þörfina fyrir því að stjórvöld, iðnaður og alþjóðafyrirtæki hugi strax að umhverfisþáttum sem valda krabbameini.  Hins vegar sé líka margt sem við getum gert sjálf sem einstaklingar til að minnka líkurnar á krabbameini eins og til dæmis að hreyfa okkur meira og huga að heilsusamlegra matarræði.

Hér getur þú fundið meiri fróðleik frá Umhverfisfréttum.is

SHARE