Erótíski tryllirinn Fifty Shades of Grey, sem væntanlegur er í kvikmyndahús í febrúar á þessu ári, freistar stöðugt meir en nú í morgun deildi söngkonan Elle Goulding spánýju lagi, Love Me Like You Do – sem er enn ferskt úr hljóðveri og verður hluti af lagalista myndarinnar.

Elle samdi lagið og útsetti í samvinnu við útsetjarann Max Martin, sem meðal annars útsetti breiðskífur Katy Perry – Teenage Dream og albúm Taylor Swift; 1989.

Lostafullar ljóðlínur Elle innihalda frasana „love me like you do” og „touch me like you do” og hér er lagið, en áður hafði Beyoncé gefið út ballöðu sem einnig má heyra í myndinni:

Tengdar greinar:

Höndlar þú að horfa á þessa stiklu úr 50 Shades of Grey?

Pirelli: Svona lítur SEXÍ út árið 2015

Ellen De Generes í 50 Shades of Grey: „Vona að þeir klippi mig ekki út“

Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.

SHARE