Loksins komin í draumahúsið

„Ég er loksins komin í draumahúsið og ætla aldrei að flytja aftur. Vinir og fjölskylda trúa mér ekki því ég flyt ansi reglulega. Mér þykir ekkert leiðinlegt að gera upp hús en ég er komin með nóg núna. Núna er bara að njóta,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hrím hönnunarhúss, sem flutti í Hlíðarnar ásamt fjölskyldu sinni í nóvember á síðasta ári. Þau eru búin að standa framkvæmdum síðustu mánuði en nú er nánast allt orðið eins og þau vilja hafa það. Til stendur þó að opna frá húsinu út í bílskúr og útbúa fataherbergi eða skápapláss í svefnherbergin.

27494 Tinna innlit 05100

Tinna sótti sér innblástur á Pinterest þegar hún var að innrétta húsið og vann svo út frá litapallettu sem hún ákvað að hafa; gull, grátt, svart og mintugrænt. Hvað stílinn varðar segir hún allt í gangi á heimilinu. „Þetta er norrænn stíll í bland við retro húsgögn og hluti. Þegar ég hannaði eldhúsið langaði mig að tengja múrsteininn inn í húsið og fá smá karakter inn. Ég á eftir að klára nokkur smáatriði eins og gull sökkla, gull arin og vínrekka á vegginn. Þar kemur þá smá „royal“ fílingur í þetta eins og sonur minn myndi segja,“ segir Tinna kímin.

27494 Tinna innlit 05129

Sólstofan er uppáhalds rýmið hennar í húsinu, enda er hún bæði björt og hlý. „Arininn gerir rýmið líka extra kósí á veturna. Þegar ég skoðaði húsið fyrst þá var það sólstofan sem heillaði mig mest. Þessa dagana held ég mest upp á hengistólinn sem ég keypti á facebook og lét yfirdekkja upplitaða blómaáklæðið í sama efni og á hinum hægindastólnum. Það er hrikalega róandi að rugga sér í honum með rauðvínsglas í hendi.“

27494 Tinna innlit 05101

 

27494 Tinna innlit 05123

27494 Tinna innlit 05120

27494 Tinna innlit 05134

27494 Tinna innlit 05133

Myndir/Hari

Viðtalið birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE