Love Marilyn: Dagbækur, ljóð og bréfaskriftir Marilyn Monroe

Þegar rétt um 50 ár voru liðin frá andláti gyðjunnar Marilyn Monroe komu tveir kassar í leitirnar  heimili Lee Strasberg, leiklistarleiðbeinanda hennar. Kassarnir innihéldu persónuleg bréf sem Marilyn sjálf hafði ritað – dagbækur og ljóð.

Í þessari bandarísku heimildarmynd frá árinu 2012 fara leikarar, kvikmyndagagnrýnendur, blaðamenn og rithöfundar yfir þessi áður óþekktu verk Marilyn og skeggræða stúlkuna sem reis upp á stjörnuhimininn; hét áður Norma Jean en lést á hátindi ferilsins sem Marilyn Monroe.  

Kvikmyndin er einnig byggð á innihaldi bókarinnar “Fragments” sem útleggjast mætti á íslensku sem “Brot” og kom út árið 2010. Upphaflega var myndinni ætlað að bera nafnið Brot en var síðar meir breytt og ber hún nafnið Love, Marilyn.

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”xeNya3QAeEw”]

SHARE