Lykillinn að 75 ára hjónabandi – „Rífumst mikið og sættumst svo“

Þau hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman, bókstaflega en þau hafa upplifað stríð og friðartíma saman og verið gift í 75 ár. Joseph Littlewood, 98 ára og Sally, 99 ára hafa átt ófá brúðkaupsafmælin og segir Joseph að eitt af lykilatriðunum í því að láta hjónabandið endast, sé að rífast en muna alltaf að sættast líka.  

 

Hjónin á Brúðkaupsdaginn árið 1939
Hjónin á Brúðkaupsdaginn árið 1939

Það kann að vera að hjónabandsráðgjafar nútímans séu ekki sammála gömlu hjónunum með þetta ráð en þetta hefur svo sannarlega reynst þeim vel. Þau hafa í það minnsta verið gift í 75 ár og hafa verið par í 81 ár og hafa alla tíð rifist reglulega, segja þau. Þau segjast líka löngu vera búin að missa töluna á því hversu oft þau hafa þurft að sættast eftir ágreininga. article-2652670-1E98468000000578-851_306x466

„Fólk verður að geta rifist“ segir hinn opinskáa Sally „Á 75 árum höfum við rifist alveg helling en lykillinn er að halda bara áfram, það er aldrei þess virði að dvelja of lengi í ósættinu.“

Þau hjónin eru sammála um það að ungt fólk, nú á dögum, sé of mikið að flýta sér að velja sér maka. „Fólk er að flytja saman inn og veit ekki einu sinni hvað það vill fá frá hinum aðilanum. Ef þú ætlar að búa með einhverjum eða giftast aðilanum þá verður þú að vera viss um að þú elskir hann/hana. Það eru allir að skilja þessa dagana. Þetta eru aðilar sem hafa flýtt sér um of að ganga í hjónaband og komast svo að  því að þetta er ekki sá aðili sem þau vilja,“ segir Sally.

Sally segir ennfremur að þegar hún var ung þá hafi fólk hangið saman árum saman en það hafi líka verið langur aðdragandi að þeim samböndum og fólk hafði tíma til að meta hvort það vildi vera saman eða ekki.

article-2652670-1E9846D200000578-337_306x423
Hér eru þau Joseph og Sally rétt áður en hann fór í stríðið

Þessi fallegu hjón kynntust árið 1933 og Joseph heillaði Sally upp úr skónum. Hann bauð henni á ball og í rómantíska göngutúra og gaf henni meira að segja Mars súkkulaði, sem var nýtt í þá daga.

Þau voru að hittast í nokkur ár og gengu svo í hjónaband árið 1939 rétt áður en Seinni heimsstyrjöldin brast á og Joseph var kallaður í herinn. Þá hittust þau ekki í 6 ár en skrifuðust á, en Sally óttaðist alltaf að eitthvað kæmir fyrir Joseph í stríðinu. Þegar hann kom svo heim, árið 1945, var hann búinn að missa hárið að mestu og hún þekkti varla manninn sinn.

„Ég tók þéttingsfast utan um hann og það var dásamlegt“ segir Sally. „Við höfum ekki verið aðskilin síðan og elskum hvort annað mikið, enn þann dag í dag.“

Fjölskyldan í fríi árið 1951
Fjölskyldan í fríi árið 1951

Dóttir hjónanna, Wyn, sem er 68 ára, segir að þau séu nokkuð góð saman en auðvitað sé ekkert hjónaband fullkomið. „Mamma fær nóg af því að pabbi er alltaf að sofna í stofunni og endar á því að kasta í hann skó. Pabbi verður pirraður á óþolinmæðinni í mömmu, en það má samt segja að  þau hafi dottið í lukkupottinn þegar þau fundu hvort annað,“ segir Wyn.

Flott í fríi árið 1985
Flott í fríi árið 1985
Hjónin, seint á 9. áratugnum
Hjónin, seint á 9. áratugnum
Sally og Joseph á 90 ára afmæli hennar
Sally og Joseph á 90 ára afmæli hennar
article-2652670-1E98469200000578-435_306x548
Falleg saman

 

SHARE