Madonna vill fá að vera kynþokkafull

Söngkonan Madonna vakti mikla athygli fyrir klæðnað sinn á samkomunni Met Gala á dögunum. Madonna var klædd í eitthvað, sem erfitt er að lýsa með orðum, frá hinum þekkta hönnuði Givenchy. Hún hefur verið þekkt í gegnum tíðina fyrir að fara ótroðnar slóðir í fatavali en mörgum fannst steininn taka úr með þessu svarta dressi sem gerði þó enga tilraun til að hylja brjóst eða rasskinnar – skildi fátt eftir fyrir ímyndunaraflið.

 

madonnametgala
En það var ekki tilviljun að Madonna klæddi sig eins og raun ber vitni. Hún var að eigin sögn að minna á réttindabaráttu heldri kvenna, sem hún segir að sé ennþá stödd á miðöldum, með klæðaburðinum. „Við höfum barist fyrir borgaralegum réttindum og réttindum samkynhneigðra en við lifum ennþá á miðöldum þegar kemur að réttindum kvenna. Klæðnaður minn þetta kvöldið var pólitísk yfirlýsing. Sú staðreynd að fólk trúir því ennþá að kona megi ekki klæða sig kynþokkafullt og vera ævintýragjörn þegar hún er komin yfir ákveðinn aldur sýnir hversu stutt á veg við erum komin í réttindabaráttu kvenna,“ segir hin 57 ára gamla þokkagyðja.

madonnametgala2

 

Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE