Maðurinn sem vill vera eins og Ken – Hefur farið í 90 aðgerðir – Myndband

Justin Jedlica er 32 ára og er frá New York. Hann hefur farið í 90 aðgerðir á 10 árum til að reyna að líkjast Ken, „kærastanum hennar Barbie“.
Justin byrjaði á að fara í nefaðgerð en hefur svo heldur betur bætt við aðgerðirnar, en hann hefur farið í ígræðslu á bringu, látið setja í upphandleggsvöðvana á sér, hækka á sér kinnbeini, laga ennið á sér, varastækkun, látið lyfta á sér rassinum og setja fyllingar í rassinn á sér.
Í uppeldinu var Justin fyrirmyndardrengur og fyrirmyndarnemandi. Hann fékk alltaf hæstu einkunn en hann viðurkennir að hann hafi alltaf haft þráhyggju fyrir útlitinu og fannst alltaf nefið á sér vera afbrigðilega stórt. Það leiddi til þess að hann fór í sínu fyrstu lýtaaðgerð. Hann segir að nefaðgerðin hafi verið nauðsynleg fyrir sig en segir að þær aðgerðir sem hafi komið í kjölfarið hafi bara verið eitthvað sem hann vildi.
Justin segist vera að ná markmiði sínu í útliti, en hann þurfi að breyta örfáum hlutum í viðbót.Lýtalæknirinn Drew Ordin í Beverly Hills  sagði við Justin, að með því að reyna að breyta sjálfum sér í lifandi silcon-höggmynd þá sé hann að hætta lífi sínu. Justin svaraði því til að hann væri meira en til í að taka þá áhættu til þess að vera með hinn fullkomna líkama

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here