Magnað listaverk af Mandela.

Listamaðurinn Marco Cianfanelli er höfundur þessa magnaða útilistaverks af Nelson Mandela, sem lést 5. desember sl.
Verkið er í bænum Howich, sem staðsettur er 90 kílómetrum frá Durban í Suður-Afríku.

Listaverkið var sett upp árið 2012 til að minnast þess að 50 ár voru liðin frá handtöku friðarsinnans og stjórnmálamannsins Mandela af aðskilnaðarlögreglu árið 1962. Listaverkið samanstendur af 50 stálsúlum sem eru 6,5 og 9 metra háar og sýna prófílmynd Mandela.
Merkilegt er að bæði mynd og lögun verksins táknar þau 27 ár sem Mandela sat í fangelsi fyrir það baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni.

SHARE