Magnþrungið: Einhverfur strákur segir einelti stríð á hendur

Eitt það erfiðasta sem þolendur eineltis standa frammi fyrir er að horfast í augu við gerendur og kvalara sína og segja þeim blátt áfram til syndanna. Það eitt að ögra kvölurum sínum getur nefnilega gert stöðuna enn verri en áður. 

Engu að síður stendur þessi hugrakki ungi drengur, sem heitir Jake, uppi í hárinu á þeim skólafélögum hans sem hafa lagt hann í einelti en Jake er einhverfur og hefur mátt þola háð og spott fyrir það eitt að vera öðruvísi en börnin sem ganga í bekk með honum, en myndbandið sem fylgir fréttinni var tekið upp í tengslum við stærra verkefni sem ber heitið The Bully Project.

 

Mig langar að reyna að vera vinur ykkar, en ykkur langar ekkert að reyna að vera vinir mínir. 

 

Og ræða Jake bar árangur, því eftir að hann stóð upp í skólanum og sagði eineltinu stríð á hendur; horfðist í augu við skólafélaga sína og fór með þá blátt áfram og einlægu ræðu sem hér má sjá að neðan hefur staðan gjörbreyst.

 

Einelti hefur haft mikil áhrif á lífi mitt, en síðan myndin var gerð hef ég eignast fullt af vinum … og ég vil segja öðrum einhverfum börnum það eitt að ef þau eru lögð í einelti, eigi þau að segja þeim sem eru að stríða þeim að hætta og taka ekki þátt sjálf. Ef það virkar ekki, eiga krakkar alltaf að fara og tala við einhvern fullorðinn. Segja frá. Það gæti hljómað erfiðlega, því við einhverfu krakkarnir getum ekki höndlað streitu eins og aðrir krakkar, en þið getið öll komist í gegnum þetta og þetta verður allt í lagi; þið getið öll verið flott líka – uh, reyndar eruð þið öll flott nú þegar! 

 

 [youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”jMVOh7TcWaE”]

SHARE