Makkarónur með osti (Mac and cheese)

Þessi uppskrift er frá Eldhússystrum og er ótrúlega góður

Makkarónur með osti (Mac and cheese)
Fyrir 5-6

250 gr makkarónur
3 msk smjör
30 gr hveiti
1/2 tsk salt
2 tsk dijonsinnep
Pipar
1/4 tsk reykt paprika
625 ml mjólk
350 gr cheddar ostur, rifinn (eða annar sæmilega feitur ostur)
2 dl brauðrasp
2 msk smjör

Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakkningunum (passið að ofsjóða ekki, það er lítið varið í ofsoðið pasta í þessum rétti). Hellið vatninu af og skolið upp úr köldu vatni. Leggið til hliðar.

Hitið ofninn í 190 c.

Bræðið smjörið á miðlungshita í potti. Hrærið hveitinu út í þar til vel blandað saman við smjörið. Hellið mjólkinni út í og hrærið stanslaust í nokkrar mínútur þar til sósan hefur þykknað vel. Bætið kryddinu og sinnepinu út í og hrærið. Setjið  2/3 af ostinum út í sósuna og hrærið þar til osturinn hefur bráðnað. Bætið makkarónunum út í og hrærið til að blanda vel saman.

Setjið helminginn af makkarónunum í smurt eldfast mót og setjið helminginn af ostinum sem eftir er yfir. Setjið hinn helminginn af makkórununum yfir og restina af ostinum.

Blandið brauðraspinu og 2,5 msk af smjöri saman og dreifið yfir makkarónurnar og bakið í 25 – 30 mínútur eða þar til gullinbrúnt.

 

Eldhússystur á Facebook 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE