Mango chutney bleikja sem slær öllu við!

Þessi dásmlega bleikja er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

Bleikja í mangóchutneysósu
Fyrir 4

700 -800 g bleikja
1 krukka (250 ml) mango chutney, t.d. Patak’s Sweet Mango chutney
6 hvítlauksrif, söxuð smátt
2 cm engifer, saxað smátt
2 msk soyasósa, t.d. Blue dragon dark soy sauce
svartur pipar

  1. Blandið mangó chutney, engifer, hvítlauk og soyasósu saman í skál og piprið að eigin smekk.
  2. Skerið bleikjuna minni stykki og þekjið með chutney blöndunni og látið marinerast í ísskáp eins lengi og tími gefst til.
  3. Setjið í fiskigrind og grillið eða látið í ofnfast mót og eldið við 160°c í um 10 mínútur eða þar til bleikja en fullelduð.
  4. Berið fram með sætum kartöflum og grísku salati með blómkáls kúskús.

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE