Megi það byrja með mér – pay it forward. Ætlar þú að vera með?

Í þjóðfélagi þar sem að allt virðist snúa um græðgi, eiginhagsmunapot og gróu á leiti er gott að sjá að einstaklingar eins og Kristín Snorradóttir hugsa lengra en aðeins um eigin hag.
Síðastliðinn föstudag stofnaði hún viðburð á facebook undir heitinu “Megi það byrja með mér” hér og þegar þetta er skrifað hafa 1189 skráð sig til þátttöku.

Eins og Kristín segir í viðburðinum:
“Ég ætla að gera eitthvað gott fyrir aðra manneskju á hverjum degi í viku og langar að fá fleiri til að gera slíkt hið sama. Tökum okkur öll saman og búum til betra samfélag 🙂 Vona að sem flestir vilji vera með í þessu og bjóða vinum sínum. ATH góðverk geta verið í allskonar formi, jafnvel bara brosi 😉 svo þetta er ekkert til að óttast!

I’m going to do something good for another person every day for a week and want to get more people to do the same. Take us all together and create a better community 🙂 Hope most of you will be included in this and invite youre friends. NOTE goodness may be in the form of all kinds, even just a smile;) so this is nothing to fear!

Þeir sem vilja mega endilega pósta hér því góða sem þeir gera fyrir aðra 😉 Þannig njótum við öll góðverkana :)”

download

Kristín segir við hun.is að kveikjan að viðburðinum hafi orðið í framhaldi af samtali við vin hennar, sá vinur hafi oft gert eitt og annað fyrir hana án þess að ætlast til nokkurs á móti. Og hún sjálf hafi oft gert eitt og annað fyrir aðra af því að það veiti henni ánægju af að láta gott af sér leiða. Hún fór að hugsa hversu frábært það væri ef sem flestir tækju ákvörðun um það að gera gott fyrir aðra í viku og ákvað því að búa til þennan viðburð. Líka af því að hún trúir því að með kærleikann að vopni getum við búið til betra samfélag. Gerum betra samfélag, verum góð við hvort annað.


holding-hands

Átakið þarf ekki að kosta neitt nema tíma þinn og það getur falist í svo mörgu, smáu sem stóru:  gefa bros, hjálpa gamalli konu yfir götu, hringja í vin sem þú hefur gleymt að sinna, slá fyrir nágrannann…..möguleikarnir eru óteljandi.
Og bestu launin eru þakklætið í  augum þiggjandans.

Við á hun hvetjum alla sem tök og áhuga hafa á að líka við viðburðinn hér og taka þátt, jafnvel segja frá því sem þeir láta gott af sér leiða á vegg viðburðarins. Saman getum við smitað aðra og breytt hugarfari lítillar og kraftmikillar þjóðar ekki aðeins þá viku sem lagt er upp með í viðburðinum heldur alltaf.
Því eins og segir í vinsælu jólalagi Magnúsar Eiríkssonar í flutningi Pálma Gunnarssonar “Þrautir raunir náungans víst koma okkur við”.

SHARE