Þessi ofsalega girnilegi morgunmatur er frá Gulur,Rauður,Grænn&Salt

 

 

Acai morgunverðarskál
300 g frosin jarðaber
2 frosnir bananar, skornir í sneiðar
3-4 msk Acai bláberjaduft, fæst t.d.  í Gló Fákafeni
240 ml möndlumjólk (eða mjólk að eigin vali)
2 msk möndlusmjör
1/2 msk hunang

Kurl
Ferskir áextir, t.d. bananar, jarðaber, bláber
Múslí eða tröllahafra
Gojiber, þurrkuð
Kókosmjöl eða flögur
Hemp eða chia fræ
….eða í raun það sem hugurinn girnist og til er hverju sinni

  1. Setjið jarðaberin, banana, acai duftið, möndlumjólk, möndlusmjör og hunang í blandara eða matvinnsluvél og maukið saman. Bætið við mjólk eftir þörfum en athugið að blandan ætti að vera nokkuð þykk.
  2. Toppið morgunverðaskálina með kurli að eigin vali eins og t.d. ávöxtum, gojiberjum, kókosmjöli, fræjum og ef vill dreypið smá hunangi eða hlynsýrópi yfir í lokin.

 

IMG_1158.jpg

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE