Missti fóstur fimm sinnum áður en hún varð mamma

Leikkonan og módelið Jamie King sem flestir kannast við úr þáttunum Hart of Dixie eignaðist sitt fyrsta barn í október í fyrra. Jamie King sem er 35 ára birti á föstudaginn Instagram mynd þar sem hún opnaði sig með þá erfiðleika sem hún gekk í gegnum til þess að verða ólétt og þá erfiðleika sem fylgdu í kjölfarið eftir að hún átti.

„For all the struggling women and moms out there that think they are alone – This is the truth about conceiving my son and struggles after. 8 yrs of pain and undiagnosed PCOS & Endometriosis.- Fyrir allar þær konur og mæður þarna úti sem eru að þjást og halda að þær séu þær einu sem eru að standa í þessu. Þetta er sannleikurinn um það þegar ég eignaðist son minn og erfiðleikana sem fylgdu. 8 sársaukafull ár, þar sem ég var með legslímuflakk og það var aldrei greint.“

Leikkonan gekk á milli 9 lækna áður en hún fékk rétta greiningu hjá lækni að nafni Randy Harris. Jaime þjáist af svokölluðu legslímuflakki sem er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur.  Sjúkdómurinn veldur því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Ef allt væri í lagi ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en frumurnar sem finnast utan legsisns setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur eins og Jaime tilfelli blöðrum á eggjastokkunum.

Jaime talar einnig um það að hún hafa meðal annars misst fimm sinnum fóstur , fengið utanlegs fóstur og þurft að ganga í gegnum 5 meðferðir af tæknifrjóvgunum áður en hún varð ólétt af syni sínum James Knight Newman.

Sonur Jaime kom í heiminn fyrir tímann vegna þess að Jaime fékk meðgöngueitrun en það tók hana 26 tíma að koma syni sínum heiminn. Eftir að Jaime hafði fætt tóku við strembnir tímar þar sem saumar rifnuðu hjá leikkonunni og hún átti erfitt með að framleiða nægilega mjólk handa syni sínum.

„9 doctors until Dr. Randy Harris diagnosed me & saved my life from a severe ectopic, 5 miscarriages, 5 rounds of IVF, 26 IUI’s, most with no outcome, 4½ years of trying to conceive, 26 hours of brutal labor, early delivery b/c of sudden preeclampsia, tearing and tearing after the stitches were in once I was home, milk supply issues, painful mastitis, uncontrollable crying while breast feeding, worked until the day before I [gave] birth and went back after 6 weeks after because I was afraid of letting others down.“

Jaime þótti það mikilvægt að koma sinni reynslu á framfæri til að sýna öðrum konum í svipuðum sporum stuðning en umræður um ófrjósemi hafa ekki verið mikið í brennidepli. Margar konur upplifa skömm í kringum það að eiga erfitt með að verða óléttar en oft er mikil pressa frá samfélaginu að allir fjölgi sér.

Screen Shot 2014-07-27 at 19.04.18


SHARE