Mömmukökur – Uppskrift

Þessar smákökur kannast eflaust flestir við af sínu æskuheimili. Þær eru einstaklega bragðgóðar með dísætu kremi á milli. Æðislegar með ískaldri mjólk, já eða nýlöguðu kaffi.

Mömmukökur

125 gr sykur
250 gr síróp
125 gr smjör
1 egg
500 gr hveiti
2 tsk matarsódi
½ tsk engifer
1 tsk negull
1 tsk kanill
Hitið sykur, síróp og smjör í potti. Kælið svolítið og hrærið egginu saman við. Blandið þurrefnunum út í. Hnoðið og setjið í kæli 1-2 tíma. Má alveg vera yfir nótt. Fletjið deigið fremur þunnt út og stingið út kökur. Bakið við 190° þar til kökurnar verða millibrúnar eða í uþb 5-7 mínútur.

Krem:
2 bollar flórsykur
1 eggjarauða
3 msk smjör
2 msk rjómi
½ tsk vanillusykur
Þeytið flórsykur og eggjarauðu saman. Blandið smjöri, rjóma og vanillusykri saman við. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru þær lagðar saman tvær og tvær með kreminu á milli.

 
 
 
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here