Múffur með kaffijógurt

Ég byrjaði snemma að baka og fór að skrifa niður uppskriftir þegar ég var 12 ára. Ég rakst á þessa múffuuppskrift þegar ég gramsaði í gamalli stílabók með uppskriftum í.

Þessar múffur voru mjög vinsælar öll mín unglingsár og tja hafa verið me í flestum ferðalögum og afmælum alla tíð síðan.

Uppskrift:

3 egg
2 bollar sykur
2,5 bollar hveiti
200 gr smjörlíki (brætt)
1/2 tesk salt
1 dós kaffijógurt
1 bolli súkkulaðispænir
1/2 tesk natron
1 tesk vanilludropar.

Aðferð:

Hræra saman egg og sykur þar til létt svo er restinni bætt útí, sett í múffuform og bakað við 190 gráður í 15 mín.

Gott að borða með góðum félagsskap.

SHARE