Khloe Kardashian (32) hefur lent í ýmsu þegar kemur að hennar fyrrum eiginmanni Lamar Odom (36) og virðist alveg búin að sætta sig við að þau séu ekki að fara að vera saman aftur.

Hún hefur samt ekki alveg lokað fyrir alla möguleika varðandi sættir því hún myndi, að sögn heimildarmanna, örugglega taka við honum aftur ef hann myndi hætta að nota eiturlyf.

„Ef Lamar myndi taka sig saman í andlitinu, vera eðlilegur og hætt í neyslu, myndi hún taka hann strax aftur. Khloe er með stórt hjarta og elska Lamar svakalega mikið, en henn líður eins og Lamar elski eiturlyfin meira en hann elskar sjálfan sig og hana,“ segir þessi heimildarmaður.

 

Khloe var að leigja Lamar íbúð í Calabasas svo hún gæti haft hann nálægt sér en eftir að krakkpípa fannst í húsinu, henti hún honum út.

 

 

SHARE