Nachos-kjúklingur í salsarjómaostsósu

Í tilefni þess að það er að koma helgi, finnst mér kjörið að deila þessu dásamlega Nachos með ykkur. Kemur að sjálfsögðu frá snillingunum Eldhússystrum. 

Nachos-kjúklingur í salsarjómaostsósu

900 gr kjúklingabringa

smjör
salt og pipar
300 gr rjómaostur
1 krukka salsasósa (ekki verra ef það fæst garlic-salsa sósa heima).
rifinn ostur að vild
nachosflögur

Aðferð
Stillið ofninn á 225 gr. Skerið kjúklinginn í bita og steikið hann alveg í gegn í smjöri og saltið og piprið.

Blandið rjómaostinum saman við salsasósuna í potti og látið suðuna koma upp. Setjið kjúklinginn í eldfast mót, hellið sósunni yfir og stráið yfir rifnum osti og muldum nachosflögum. Bakið í ofni í u.þ.b. 15 mínútur. Berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum og salati.

SHARE