Náttúruleg lausn sem sparar milljónir

Hér gefur að heyra sögu manns sem byrjaði að finna fyrir magaóþægindum um fertugt. Niðurstaða ristils- og vélindaspeglunar var sú að mati meltingarsérfræðings að hann væri með vélindabólgur og þyrfti að taka inn lyfið Nexium um ókomna tíð. 

Eftir tæp tvö ár við inntöku lyfsins ákvað maðurinn að hætta á þeim, bæði vegna þess að honum leist ekki á þær aukaverkanir sem lyfinu fylgdu auk þess að vera á móti því að taka inn mikið af lyfjum. Verkir vegna vélindabólgunnar létu ekki á sér standa og tveimur mánuðum eftir að hann hætti inntöku lyfsins var hann aftur orðinn þjáður af verkjum.

Hann ákvað að leita ráða hjá öðrum lækni í þetta skiptið og hringdi í Hallgrím Magnússon lækni, sem kenndur hefur verið við að meðhöndla sjúklinga sína á heildrænni hátt en gengur og gerist almennt hjá læknum.

“Taktu eina ferska sítrónu, kreistu hana og settu safann úr henni í glas, fylltu upp með volgu vatni, hvorki heitu né köldu. Gerðu þetta á hverjum morgni áður en þú færð þér morgunmat. Því næst skaltu fá þér eitt glas af eplaediki korteri fyrir hádegis- og kvöldmat. Þ.e. settu smá ,,slurk” af eplaediki í glas og fylltu það upp með vatni, hvorki heitu né köldu, heldur volgu”.

Hallgrímur sagði honum að gera þetta í 10 daga til hálfan mánuð og tala svo við sig. Eftir 10 daga var maðurinn orðinn einkennalaus af vélindabólgunni en hélt þó áfram inntöku eplaediksins og sítrónunnar í rúmt ár á eftir.

“Síðan hef ég reyndar haldið þessu áfram með smá hléum, því ég finn að þetta hefur góð áhrif á skrokkinn”, sagði maðurinn.

Þar sem foreldrar mannsins létust bæði úr ristilkrabbameini var honum ráðlagt að fara reglulega í ristilspeglun sem hann hefur gert á 5 ára fresti. Í einnri slíkri skoðun bað hann meltingarsérfræðinginn um að spegla á sér vélindað í leiðinni. Engar sjáanlega bólgur sáust og gat læknirinn ekki fundið neinar skýringar á því.

Að vonum var maðurinn hæstánægður og þakklátur með að hann skyldi hafa læknast af þeim vélindabólgum sem höfðu hrjá hann um árabil. Í gamni sínu tók maðurinn saman hvað hann myndi spara ríkissjóði mikið miðað við að taka inn eina töflu af Nexium á dag frá fertugu til áttræðs.

Nexium taflan kostar 284,5 kr. stykkið.
Ríkið borgar 235 kr.
Hlutur sjúklings er 49,5 kr.
40 ár x 365 dagar =14.600 dagar
14.600 x 235kr. = 3.431.000 kr.

Sýnir þetta reikningsdæmi svart á hvítu að svo virðist vera að einn maður geti sparað ríkissjóði 3.431.000 kr. á núvirði með því að leita sér náttúrulegra lækninga, sem hlýtur að teljast nokkuð gott miðað við einn einstakling.

Hann vill eindregið koma þessum skilaboðum áleiðis og hvetur fólk til að hugsa sig tvisvar um ef því hefur verið vísað á lyfið Nexium samkvæmt læknisráði við inntöku gegn vélindabólgu.
Heimild:

Upprunaleg frétt birtist á blog.is 


Birt með góðfúslegu leyfi heilsufrelsi.is

heilsufrelsi_small

 

SHARE