Netgíró endurgreiðir 100 reikninga – Takk María!

Ísland sigrar víst ekki Eurovision í ár en það breytir því ekki að starfsfólk Netgíró er afar stolt af frammistöðu Maríu Ólafsdóttur í undankeppninni. Eigendur Netgíró höfðu lofað að ef Ísland sigraði keppnina, þá fengju 1.000 einstaklingar maí reikninginn sinn endurgreiddan.

„Við ætlum samt sem áður að heiðra Maríu og framlag Íslands þó niðurstaðan hafi verið þessi. Við ætlum að leyfa viðskiptavinum okkar að njóta Eurovision gleðinnar og endurgreiða 100 viðskiptavinum okkar sem borga með Netgíró í maí (til 31. maí) reikninginn sinn. Við stöndum áfram með Maríu og munum endurgreiða þessa 100 reikninga með bros á vör 1. júní. Þú þarft bara að skrá þig á netgiro.is til að geta nýtt þér þjónustu okkar. Takk fyrir okkur María.“ segir Helga María Helgadóttir framkvæmdastjóri Netgíró.

Sjá einnig: Netgíró endurgreiðir 1000 reikninga ef Ísland vinnur Eurovision

Netgíró býður íslenskum neytendum upp á einföld og örugg viðskipti með nýrri greisluleið. Viðskiptavinur borgar fyrir vöru eða þjónustu með Netgíró annaðhvort í verslun eða á netinu. Hann fær hana afhenta strax og sendur er greiðsluseðill í netbankann sem viðskiptavinurinn hefur allt að 14 daga til að greiða án vaxta. Viðskiptavinurinn getur því handleikið vöruna áður en greitt er.

netgiro_logo310x140

 Viðskiptavinurinn þarf ekki að fylla út flókin skráningarform eða gefa upp viðkvæmar upplýsingar eins og kortanúmer til verslana. Kaupferlið er því einfalt, öruggt og þægilegt. Netgíró sér svo um að greiða fyrir vöruna til söluaðila.

SHARE