New CID snyrtivörukynning á Tax Free dögum í Hagkaup í Smáralind – Myndir

Ég er ekki mikið í því að framkvæma flókna förðun þar sem ég hef sjaldnast einhverja hugmynd um hvað ég er að gera. Það mesta sem ég legg í er þykkur „eye liner“ og dökkur varalitur svona ef ég vil vera sérstaklega fín.

Eftir frábæra kynningu í gærkvöldi á New CID snyrtivörunum frá förðunarfræðingnum Haley De Beers er ég þó sannfærð um að ég fari létt með það sem ég tel vera flóknari förðun líkt og „smokey“.

Hayley er alþjóðlegur förðunarfræðingur fyrir New CID en hún hefur starfað sem förðunarfræðingur í 6 ár og hefur hún verið að farða fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og fjölmiðla.

New CID snyrtivörurnar eru framleiddar í mismunandi löndum því fyrirtækið leggur mikla áherslu á gæði vörunnar. Þannig velja þau sem dæmi að framleiða ákveðna bursta í Þýskalandi en augnskugga í Tævan. New CID framleiðir einungis vel valda liti af hverri vöru svo í stað þess að framleiða sex mismunandi tóna af grænum augnskugga velja þeir að gera einn grænan tón sem fer sem flestum. Þeir framleiða alltaf sömu litina svo að kúnni sem keypti týpu af varalit sem honum líkaði við getur keypt sama varalitinn 6 mánuðum seinna.

Það sem heillaði mig mest við þessar vörur er að flestar vörurnar hjá þeim hafa fleiri en einn tilgang. Þannig þarf maður ekki að kaupa tuttugu hluti til að geta farðað sjálfa sig. Í myndunum hér fyrir neðan er hægt að lesa smá um nokkrar af vörunum þeirra.

Í dag á milli klukkan fjögur og sex í Hagkaup, Smáralind, verður Haley með kynningu á New CID og mun hún bjóða upp á faglega og einstaklingsmiðaða ráðgjöf.

Ég hvet alla til að fara í Hagkaup í Smáralind og fá ráðgjöf hjá þessum snillingi en ekki skemmir fyrir að það eru Tax Free dagar á snyrtivörum í verslunum Hagkaupa.

SHARE