Nokkrir fróðleiksmolar um húðina okkar

Húð okkar er alveg magnað fyrirbæri! Hún er fullkominn í að “multitaska” með því að vernda líffæri okkar, losar dauðar húðfrumur og hitatemprar líkamann. Hversu mikið veist þú um húðina fyrir utan það að það þarf að vernda hana fyrir skaðlegum geislum sólarinnar? Hér á eftir koma nokkur atriði sem gefa þér smá hugmynd um þetta magnaða líffæri.

 

Þú hefur MIKIÐ af húð: 

Húðin er stærsta líffæri líkamans en hún þekur u.þ.b. 2 fermetra og vegur um 5 kíló. Næststærsta líffærið er lifrin.

 

Húðin er ekki alls staðar jafn þykk:

Augnlokin, sem dæmi, eru þynnst – ekki nema 0.05 mm á meðan húðin í lófum og á iljum er þykkust en hún er um 1.5mm.

 

Húðin er þung: 

Húðin vegur um það bil 16% af heildarþyngd líkamans.

 

Húðin skiptist í nokkur húðlög: 

Húðin skiptist húðþekju, leðurhúð og húðbeður. Húðbeðurinn er innsta lagið og er byggt úr fitu og kollagen þráðum. Leðurhúðin er í miðjunni og myndar um 90% af þykkt húðarinnar. Húðþekjan er yst og er verndandi þáttur húðarinnar og ver líkamann fyrir utanaðkomandi þáttum.

 

Þú missir ótrúlega mikið af húðfrumum á hverri mínútu: 

Á milli 30,000 og 40,000 húðfrumur detta af líkama okkar á hverri mínútu!

 

Húðin hjálpar til við að hitatempra líkamann: 

Þegar líkaminn hitnar of mikið víkka blóðæðarnar til að hitinn nái að komast auðveldar út um húðina. Þegar okkur er kalt dragast æðarnar aftur á móti saman.

 

Húðin þín er öðruvísi á litinn en þegar þú fæddist: 

Húðin hjá heilbrigðum nýbura er rauðleit og stundum jafnvel aðeins fjólublá og hendur og fætur bláleit.

 

Akni er algengasta húðvandamálið, a.m.k. í Ameríku og eiga milli 40 og 50 milljónir við þetta vandamál að etja: 

Meira en 85% fólks mun upplifa þetta vandamál einhvertíman á lífsleiðinni

 

Akni er meira að segja þekkt hjá ungbörnum (eða þannig): 

Akni hjá ungbörnum er  nú ekki út af hormónarússi hjá þeim heldur er þetta út af hormónum frá móðurinni sem eru enn í blóði barnsins.

 

Ör myndast ef leðurhúðin skaddast: 

Örvefur hefur öðruvísi kollagen en venjuleg húð og er ekki eins teygjaenleg. Ekki vaxa hár í örvef.

 

Það getur haft áhrif á húðina hvernig þú sefur: 

Ef þú grefur andlitið í koddann á nóttunni eru meiri líkur á að þú fáir hrukkur.

SHARE