Nöktum róðraskvísum hent út af Facebook – Myndir

Ótrúlegt verður að segjast að róðrafélagi kvenna skuli hafa verið hent út af Facebook fyrir það eitt að gefa út dagatal sem sýndi þær án fata í keppnisstellingum, ef taka á mið af þeirri staðreynd að karladeild sama róðrafélags, sem einnig gefur út dagatal án fata hvert ár, fékk að halda sessi sínum á samskiptamiðlinum án nokkurra athugasemda.

Stúlkurnar, sem eru frá Warwick, halda úti vefsíðu sem skoða má HÉR en Facebook síðu þeirra, sem var tímabundið úthýst af Facebook og var síðar meir samþykkt aftur má skoða HÉR. Fjáröflunarsíðu karladeildarinnar, sem engum kom til hugar að hrófla við á Facebook, má svo sjá HÉR.

 

o-WARWICK-ROWING-570Þessi ljósmynd þótti of dónaleg fyrir Facebook

Stúlknadeildin, sem með uppátæki sínu, fetaði í gróin fótspor karladeildarinnar sem hefur staðið fyrir árlegri fjáröflun með útgáfu berrassaðra dagatala allt frá árinu 2009 – sátu í fyrsta sinn fyrir naktar árið 2013 og söfnuðu þannig áheitum fyrir Macmillan Cancer Support – en útgáfan olli talsverðu fjaðrafoki í fyrra.

 

o-WARWICK-ROWING-570 (1)

Facebook rassskellti róðraskvísurnar á beran bossann og kastaði þeim út.

 

Sophie Bell, talsmaður stúlknateymisins og útgáfustjóri dónalega dagatalsins sagðist þannig í viðtali við Huffington Post hafa móttekið fjölmargar kvartanir vegna útgáfunnar í fyrra og að Facebook síðu stúlknateymisins hefði verið eytt í þessari viku.

Já, Facebook hefur nokkrum sinnum lokað á stúlknateymi róðrafélagsins vegna þess sem samskiptamiðillinn segir vera vegna ósæmilegrar myndbirtingar. Dagatalið þykir bara vera of dónalegt.

 

o-WARWICK-ROWING-570 (2)

Karladeildin mátti fækka fötum á Facebook – en berir afturendar kvenna þóttu of grófir.

Þetta eru róðrastúlkurnar nöktu allt annað en sáttar við.

Við lögðum mjög hart að okkur við gerð dagatalsins og stóðum skýran vörð um eigið siðgæði; við birtum engar ósæmilegar myndir en dagatalið inniheldur smekklegar ljósmyndir af nöktum íþróttakonum. Stæltu formi fallegra íþróttakvenna ætti að fagna en ekki sverta, sérstaklega þar sem niðurlægjandi klámsíður er að finna út um alla Facebook – vefsíður sem eru niðurlægjandi og í raun ljótar tilvísanir í konur.

o-WARWICK-570 (1)

Stúlkurnar segjast stoltar og sjá ekkert athugavert við myndir á borð við þessa

 

Hundruðir stuðningsmanna og kvenna rituðu Facebook í mótmælaskyni við meðför samskiptamiðilsins á auglýsingasíðu stúlknadeildarinnar vegna nakta dagatalsins og svo fór að Facebook létti banninu af og leyfði birtinguna að nýju. Á uppfærðri síðu róðradeildarinnar má nú lesa eftirfarandi yfirlýsingu:

Við erum gríðarlega ánægðar vegna þess að smekklega uppsett nektardagatal okkar – sem við erum allar stoltar yfir að hafa tekið þátt í að skapa – hefur ekki lengur yfir sér ógeðfelldan klámstimpil og að Facebook hefur dregið til baka þá yfirlýsingu að myndirnar séu ósmekklegar og of grófar; að þær brjóti í bága við almennar notendareglur. Við erum þakklátar, sáttar og þökkum ykkur öllum fyrir þann stuðning sem okkur barst!

Dagatalið sjálft má skoða HÉR

 

SHARE