Notaður skápur tekinn í gegn

Í byrjun mánaðarins rakst ég á skáp til sölu á Facebook, ég keypti gripinn og ég og mágur minn pússuðum hann, ég bar grunn á hann og Ella systir málaði.

10557452_751187988287794_7533761672156440160_n

Útkoman er miklu betri ég þorði að láta mér dreyma um. Ég hef verið að skoða svona skápa og verðin hlaupa oft á tíðum vel yfir 200 þúsund krónur, en ég fékk þennan hjá yndislegum hjónum í Sandgerði á heilar 20 þúsund krónur.

10371954_751188078287785_2750418715177238463_n

Efnið, það er að segja sandpappír, grunnur málning nemur um 10 þúsund þannig að draumaskápurinn kostaði mig um 30 þúsund – það getur borgað sig að kaupa notað og hreinlega gera upp sjálfur þar sem verðlagið á klakanum er fjarstæðukennt.

Ég var nýbúinn að mála stofuvegginn hjá mér þannig að skápurinn tekur sig vel út með nýja litnum og hérna sjáið þið skápinn fyrir og eftir breytingu sem og stofuna hjá mér.

1461011_751188581621068_147458016539729593_n 10346271_751188638287729_1997401211519209962_n 10367125_751188228287770_901286494917163729_n 10430834_751188391621087_7211369849311769402_n 10625002_751188661621060_3303943385334148438_n

SHARE