Nýjar vísbendingar vegna hvarfs Madeleine

Samkvæmt vefsíðunni RadarOnline er lögreglan komin á sporið með það hver rændi hinni bresku Madeleine McCann. Það er næstum kominn heill áratugur síðan Madeleine var rænt af hótelherbergi á Portúgal, þar sem hún lá sofandi að talið er. Foreldrar hennar  fóru út að borða með vinum sínum á meðan stúlkan var skilin eftir sofandi.

Foreldrar stúlkunnar hafa oft á tíðum legið undir grun vegna hvarfs stúlkunnar, en margar sögur hafa verið í gangi vegna málsins. Hinsvegar hefur komið upp ný vísbending í málinu núna, en sást til manns á ströndinni í nágrenni hótelsins og hélt maðurinn á barni í náttfötum.

Vísbending þessi kemur á hárréttum tíma því lögreglan var við það að fara að hætta rannsókninni á hvarfi stúlkunnar, en þeir hafa nú blásið lífi í rannsóknina og halda áfram að leita að vísbendingum og manninum sem til sást á ströndinni.

Mynd: Mirror

 

SHARE