Nýr hrukkubani? – Taugar í enninu frystar og hrukkurnar hverfa?

Alice Hart Davis ákvað að prófa nýja meðferð við hrukkum. Þeir sem selja meðferðina segja ad hún eyði öllum hrukkum, tímabundið auðvitað. 

Blaðamaðurinn er sú fyrsta í starfsgreininni sem fær þessa meðferð sem er sögð sú fyrsta í heimi sem er ekki med hættulegum efnum (Botox) og eyðir hrukkum.

Hrukkurnar, sem eru í raun taugarnar í enninu sem gera það að verkum að þú getur hreyft á þér ennið eru frystar og hverfa a einu augabragði.   Meðferðin virkar strax  og maður þarf ekki að bíða til að sjá árangurinn eins og þegar maður fær Botox.

Meðferðin endist í u.þ.b þrjá mánuði þar sem það tekur taugaendana um þrjá mánuði að ná sér aftur eftir frystinguna. Botox meðferðir hafa verið notaðar gegn hrukkum í fjölda ára og er talin mjög örugg en margir kæra sig ekki um að láta sprauta eitri í andlitið á sér og því er þessi meðferð nýjung á markaðnum en hún gengur út á það að taugaendar eru frystir sem gerir það að verkum að hrukkur í andliti eru minna sýnilegar.

Alice hefur látið frysta taugar í enni átta sinnum en ekki er mikinn mun ad sjá a myndunum tveim og það er í samræmi við reynslu eins helsta sérfræðings breta í þessari meðferð. Hann segir að yfir 90% þeirra sem nota meðferðina bregðist vel við en í 10% tilvika sé enginn munur. Fegrunar og snyrtifræðingar hafa mjög skiptar skoðanir á meðferðinni, sumir telja að botox meðferðin verði varla betrumbætt og með þessari meðferð sé ómögulegt að stjórna útkomunni. Ennfremur benda þeir á að Iover meðferðin nái enn sem komið er bara til ennissvæðisins og gæti misræmið milli annarra svæða andlitsins orðið mjög áberandi og mikið, meðferðin er því ekki laus við galla.

Blaðamaðurinn sem sagði frá meðferðinni sagðist ekki vera ánægð með niðurstöðurnar, hún hafi fengið átta stungur í ennið en sjái lítinn sem engan mun. Hún segir að meðferðin sé sársaukafull.

 

SHARE