Nýr megrunarkúr sem varð til fyrir tónlistarhátíð

The Coachella Festival er tónlistarhátíð sem fer fram í Kaliforníu nú í apríl. Fyrsta tónlistarhátíðin fór fram árið 1999 og hafa nokkur íslensk bönd og tónlistarmenn spilað á hátíðinni í gegnum árin.

Tónlistarhátíðin snýst ekki einungis um að hlusta á tónlist heldur er þetta einnig ákveðin tískuviðburður og keppast nú gestir um að losa sig við aukakílóin til að líta sem allra best út í stuttum pilsum og magabolum.

Tvær konur að nafni Kirsten og Christina sem starfa hjá líkamsræktarstöðinni Crunch í Bandaríkjunum, kynntu fyrir viðskiptavinum sínum Cut by Coachella sem er 30 daga keppni þar sem þátttakendur fá líkamsræktardagatal til að fylgja og eru verðlaunaðir fyrir það hversu vel þeir standa sig.
Það er engin ein leið til að létta sig fyrir Coachella og til að geta fylgst með hvað aðrir væntanlegir gestir Coachella eru að gera má fara á Twitter og leita að #CoachellaDiet.

Umfjöllun um þennan nýja megrunarkúr eða útgáfur fólks af þessum megrunarkúr hefur fengið víða mikla umfjöllun en ekki eru allir sem tala neikvætt um hann. Vefsíðan The Cut hefur þó gagnrýnt þennan megrunarkúr og hvetur fólk til að sniðganga hátíðina. Þó er ljóst að fleiri mættu setja út á þennan nýja megrunarkúr.

SHARE