Lay Low fagnar nýrri smáskífu og myndbandi með tónleikum á Café Rósenberg laugardaginn 3. maí nk. Lay Low sendi nýverið frá sér plötuna Talking About the Weather á Íslandi. Nú gefur hún út lagið Our Conversation alþjóðlega ásamt nýju myndbandi sem er unnið í Berlín með Rut Sigurðardóttur og Dalia Catel.  Myndbandið má sjá hér:

Lay Low heldur til Bretlands eftir þessa tónleika þar sem henni hefur verið boðið að koma fram á DayTrotter.com sem er vinsæl vefsíða með tónleikatökum af listmönnum.
Lay Low leikur síðan á tvennum tónleikum í London auk þess að koma fram á tvennum tónleikum á Great Escape hátíðinni í Brighton. Útgáfa smáskífunnar er liður í að undirbúa alþjóðlega útgáfu á Talking About the Weather í haust og kemur út 1 maí

Tónleikar á Café Rósenberg

Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan 21.30 og munu þau spila eldra efni í bland við það nýja. Hljómsveitina skipa:

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir – söngur, gítar og bassi

Birkir Rafn Gíslason (Singledrop) – gítarar og bassi

Bassi Ólafsson (Benny Crespo’s Gang, Kiriyama Family) – trommur og bassi

Miðar fást á www.midi.is og kosta 1900 krónur

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE