Öðruvísi brúðkaup í Kjós – Brúðguminn var Svarthöfði

Þau Hörður Steinar og Sólveig Friðriksdóttir gengu í það heilaga um helgina. Það sem gerði þeirra dag sérstaklega skemmtilegan var að Hörður, sem er sérstakur aðdáandi Star Wars, klæddist Svarthöfðabúningi í hjónavígslunni sjálfri.

10581280_10152492604873046_1709783392_n

Sólveig segir að almennt hafi fólk ekki vitað af þessum fyrirætlunum Harðar, en hún hafi þó vitað af þessu, sem og mæður þeirra beggja og veislustjórar. „Hann elskar Star Wars og þegar við ræddum brúðkaupið, var alltaf planið að gera eitthvað því tengt. Þetta tengir okkur, því hann kynnti mig fyrir myndunum,“ segir Sólveig í smá spjalli við Hún.is. Hún segir jafnframt að þegar hann hafi komið með þá hugmynd að klæðast Svarthöfðabúning, hafi hún ekki endilega átt von á því að hann myndi láta verða af því.

10544861_10152492604883046_1669435763_n

„Hörður sendi ókunnugum manni, sem á búninginn, skilaboð  og hann var til í að lána honum búninginn. Maðurinn mætti svo í boba fett búningnum,“ segir Sólveig. Hún segir að sér hafi fundist þetta æðislegt þó ekki hafi allir aðstandendur þeirra verið jafn hrifnir af þessari hugmynd í byrjun.

10524403_10152492604398046_65264439_n

„Presturinn, Sigurvin Lárus Jónsson, er snillingur og hélt yndislega ræðu þar sem Star Wars var fléttað inn í, enda er þessi saga um það góða og illa og hvernig ástin sigrar hið illa,“ segir Sólveig að lokum, alsæl með brúðkaupsdaginn sinn en athöfnin og veislan fóru fram í Fèlagsheimilinu Dreng í Kjós.

 

Myndir: Úr einkasafni

SHARE