Ofnbakað kjúklingashawarma

Þessi æðislega uppskrift kemur af síðunni Ljúfmeti og Lekkerheit og er æðislega bragðgóð og alls ekki flókin. 

 

Ofnbakað kjúklingashawarma

Shawarma getur kannski hljómað sem flókinn og jafnvel vesenismatur sem maður fær sér bara erlendis en þessi uppskrift er svo einföld að það hálfa væri nóg. Kjúklingurinn er einfaldlega látinn marinerast og er svo bara settur í ofninn. Á meðan er meðlætið skorið niður og áður en maður veit af er allt klárt. Ferskt og súpergott!

Ofnbakað kjúklingashawarma

Ofnbakað kjúklingashawarma

  • safi úr 2 sítrónum
  • 1/2 bolli ólífuolía
  • 5 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 tsk gróft salt
  • 2 tsk nýmalaður svartur pipar
  • 2 tsk kumin (ath. ekki kúmen)
  • 2 tsk paprikukrydd
  • 1/2 tsk túrmerik
  • smá kanil
  • rauðar piparflögur eftir smekk
  • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri eða -bringur
  • 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í fernt
  • 2 msk hökkuð fersk steinselja

Blandið saman sítrónusafa, ólífuolíu, hvítlauk, salti, pipar, kumin, papriku, túrmerik, kanil og rauðum piparflögum í stórri skál og hrærið vel saman. Bætið kjúklingnum í skálina og látið marinerast í ísskáp í amk 1 klukkustund eða alveg upp í 12 klukkutíma.

Hitið ofninn í 200° og smyrjið bökunarplötu með smá ólífuolíu. Bætið rauðlauknum saman við marineraða kjúklinginn og blandið vel saman. Setjið kjúklinginn og rauðlaukinn á bökunarplötuna og setjið í ofninní 30-40 mínútur. Kjúklingurinn á að vera stökkur að utan og eldaður í gegn. Takið úr ofninum og látið standa í 2 mínútur áður en kjúklingurinn er skorinn í bita. Setjið kjúklinginn í skál eða á fat og stráið hakkaðri steinselju yfir. Berið fram með tómötum, gúrku, pítubrauði, káli, fetaosti, ólífum, hrísgrjónum, pítusósu… möguleikarnir eru endalausir!

Ljúfmeti og lekkerheit á Facebook

SHARE