Okkur finnst við minnst aðlaðandi á mánudögum

Oft upplifir fólk sig ekki upp á sitt besta á mánudagsmorgnum. Maður flýtir sér út án þess að mála sig almennilega, nennir ekki í ræktina og margir eru að upplifa dag númer 2 í timburmönnum.

Fyrirtæki sem selja förðunar- og fegrunarvörur allskonar nýta sér þennan dag alveg sérstaklega til að auglýsa vörur sínar, því að á mánudögum erum við konur viðkvæmastar fyrir.

Gerð var könnun á konum í London þar sem konur yfir 18 ára voru spurðar út í líðan sína eftir vikudögum og var tilgangurinn að finna út hvenær best væri að auglýsa svona vörur. Kom í ljós að 46% aðspurðra kvenna leið verst á mánudögum ef tekið var tillit til streitu, andleysis og lágs sjálfstrausts.

Flestum konum leið best á fimmtudögum þegar vinnuvikan var á enda og helgin að nálgast.

Niðurstöður þessarar könnunar voru svo látnar í té þeim fyrirtækjum sem framleiða fegrunarvörur fyrir konur.

„Það að finna út rétta tímann til að nálgast neytandann með réttum skilaboðum er bara Markaðsfræði 101“ segir talsmaður PHD sem er fyrirtækið sem gerði könnunina.

Hvað finnst ykkur um þetta konur?

Upphafleg grein á Daily Mail

 

SHARE