Miley Cyrus verður stöðugt óútreiknanlegri, myrkari og ógeðfelldari í tónlistarsköpun sinni og slær öll fyrri met í kynningarmyndbandi sem er inngangurinn að Bangers túr söngkonunnar ungu. Þó Miley hafi nýverið orðið að afturkalla tónleika vegna alvarlegra ofnæmisviðbragða við penicillin virðist hún hvergi af baki dottin í myndbandinu hér að neðan.

Olíuborin Miley með límband yfir brjóstum, martraðarkennd með augnhár sem virðast vaxa út úr stúlkunni, dansar hér tryllingslegan dans við lagið “Stockholm Syndrome” en eins og kemur fram hér að ofan er þetta opnunaratriði Bangers túrsins.

 

Ætli Miley hafi láti hér við sitja, eða megum við eiga von á frekari hryllingi?

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”UVRHlBd4Yls”]

 

Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.

SHARE