Oreo Cupcakes – Uppskrift

Geggjuð uppskrift frá vefsíðunni Evelaufeykjaran.com. Þessa mun ég örugglega gera um helgina 🙂

IMG_1980

12 Dásamlegar Oreo cupcakes

125 gr. Smjör
2 dl. Sykur
2 Egg
1 dl. Mjólk
3 dl. Hveiti
1,5 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Vanillusykur (Eða vanilla extract)
50 gr. Oreo kexkökur, mulið í grófa bita.
IMG_1995
IMG_2001
1. Hrærið saman í hrærivél smjöri og sykri, blandið síðan einu og einu eggi út í. 
IMG_2005
4. Blandið þurrefnum saman í aðra skál þ.e. hveiti, vanillusykur og lyftiduft. Sigtið þrisvar til fimm sinnum í gegnum sigti.
IMG_2015
IMG_2027
5. Síðan er hveitiblöndunni og mjólkinni blandað saman við smjörblönduna, smátt og smátt.
Eftir nokkrar mínútur verður áferðin silkimjúk og þá er tími til að blanda oreo kökunum saman við í hér um bil eina mínútu eða svo.
IMG_2029
Dásamlegt deig!
IMG_2037
Þá er að setja deigið í bollakökuform og inn í ofn við 200°C í 20 mínútur.
IMG_2038
Tilbúnar og fallegar. Kælið kökurnar vel áður en þið setjið krem ofan á.
Þessi grænu form eru keypt í Hagkaup og eru ótrúlega góð. Stór og góð. En ég ákvað að skipta um form að loknum bakstrinum vegna þess að mér fannst hvít form koma betur út, þ.e.a.s. fallegra myndefni. En það skiptir náttúrlega engu máli hvaða form þið notið, kökurnar smakkast alltaf jafn vel.
IMG_2049

Ég notaði mjög einfalt krem sem kom nokkuð vel út.

2 dl. Rjómi
2 1/2 msk. Flórsykur
1/2 tsk. Vanilla extract
6 Oreo kexkökur
Byrjum á því að þeyta rjómann, bætum vanillu extract og flórsykrinum saman við í pörtum.
Ég sigtaði mulið oreo út í kremið sem fór á nokkrar kökur. Þið sjáið á myndunum að þær eru dekkri.
Ég sigtaði mulið Oreo yfir allar kökurnar og braut nokkrar kökur og notaði sem skraut.
Reglulega góðar og einfaldar kökur. Að mínu mati getur ekkert klikkað sem inniheldur Oreo. 
IMG_2054
IMG_2071
Beauties

 

SHARE