Ostafyllt eggaldin

Þetta góðgæti er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt 

 

Ostafyllt eggaldin
10 rúllur
1 eggaldin
sjávarsalt
ólífuolía
1 krukka góð pastasósa
10 msk rjómi
parmesanostur

Fylling
70 g brauðmylsnur
110 g kotasæla
1 sítróna, safi og fínrifinn börkurinn
1 tsk timían
1/2 tsk sjávarsalt

  1. Skerið endana af eggaldininu. Skerið það síðan langsum í ca. 10 sneiðar. Stráið salti yfir sneiðarnar og látið liggja aðeins. Þerrið þær síðan með pappírsþurrku.
  2. Hellið olíu á pönnu þannig að hún nái ca. 2 cm upp pönnuna. Hitið olíuna vel. Látið eggaldinsneiðarnar út í  2-3 sneiðar í einu og steikið þar til þær eru farnar að breyta um lit.   Takið af pönnunni og þerrið á pappírsþurrku. Bætið við olíu ef þörf er á og steikið næstu sneiðar.
  3. Útbúið því næst fyllinguna. Hrærið saman brauðraspi, kotasælu, sítrónuberki, sítrónusafa, timían og salti.
  4. Hellið pastasósunni í ofnfast mót. Látið rúmlega 1 msk af fyllingu á hverja eggaldinsneið. Rúllið þeim upp og látið í ofnfasta mótið ofan á tómatsósuna. Hellið 1 msk af rjóma yfir hverja rúllu.
  5. Bakið við 210 °C í 25-25 mínútur. Berið fram með parmesanosti og svörtum pipar.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE