Ótrúlega skemmtilegur og fallegur bíll

Við vitum það að konur og karlar eru misjöfn. Við tölum ekki eins og við hugsum ekki eins. Þetta á auðvitað líka við þegar kemur að því að reynsluaka og kaupa nýjan bíl. Ég hef verið að leita mér að nýjum bíl en hef verið að prófa nokkra skemmtilega „kagga“ og það er margt sem þarf að huga að í þeim pælingum.  Mér var það hugleikið hvað það er sem konur hugsa um þegar þær eru að skoða bíla og fór að spyrja vinkonurnar.

Það kemur kannski einhverjum á óvart en við konurnar hugsum alveg um hestöflin líka. Ég hef einu sinni átt bíl sem var það kraftlaus að ég komst varla upp Ártúnsbrekkuna og það geri ég helst ekki aftur.

New_Toyota_Auris_02_2012

Ég hef rætt við nokkrar vinkonur og þær eru sammála mér með umfjallanir um bíla. Þær eru ekki mikið fyrir okkur stelpurnar. Ég spurði þær hvað þeim finndist skipta mestu máli þegar þær skoða bíla. Þetta er það sem var algengast: 

 

Hversu miklu eyðir hann?

Er hann bensín eða diesel?

Hversu mikið er hann keyrður?

Þarf að laga hann eitthvað á næstunni, einhver bilun eða annað?

Hefur hann lent í tjóni?

Er gott að skipta um gír?

Eru bremsurnar í lagi?

Rassahitari er kostur

Góðir hátalarar og græjur

USB tengi til að hlaða og tengja síma

Er hann góður í snjó?

Ég skellti mér til þeirra í Toyota á dögunum og fékk að reynsluaka rauðan, gullfallegan Auris.

Screen Shot 2015-03-30 at 2.58.17 PM

Við Erna Dís, vinkona mín, fórum saman á rúntinn og létum aðeins reyna á bílinn. Við fórum meðal annars í Fifa upp á Höfða og fengum lánaða barnabílstóla og barnavagn og tékkuðum hvort það myndi ekki passa í bílinn.
Kíkjum aðeins á þetta:

Dómurinn fyrir Auris:

Mjög þægilegt að keyra hann, auðvelt að skipta um gír þó ég vilji frekar sjálfskiptan bíl.

Auris er sprækur þegar ég þarf á því að halda og  „Sport” takkinn kom sér vel því ég er bara stundum á seinustu stundu, en þó alltaf á réttum tíma.
Það kom mér skemmtilega á óvart hversu rúmgóður hann er bæði fyrir farþega frammí og aftur í. Skottið rúmar vel, barnavagn eða þegar ég geri stórinnkaupin.

Þetta er bíll sem kemur klárlega til greina að kaupa, en ég ætla að prófa fleiri.

Fylgist endilega með og komið með uppástungu að spennandi bílum til að prófa.

 

Screen Shot 2015-04-20 at 11.03.26 AM

 

SHARE