Hér kemur ein alveg glæný uppskrift frá henni Röggu okkar.

Þessa uppskrift er ekki að finna í bókunum Rögguréttir 1 eða 2 en af þakklæti til ykkar sem hafið keypt bækurnar og stutt þannig Umhyggju félag langveikra barna þá henti hún þessari fram.

Uppskrift:

4 kjùklingabringur
1/2 bolli ljòs raspur
50 gr rifinn ostur
Salt og pipar eftir smekk
1/2 dòs sýrður rjòmi
2 msk mæjónes
1 msk dijon sinep
1 tsk timjam
1/ 2 bolli parmesan ostur.

Aðferð blanda saman ì skál raspi, parmesamosti, og kryddi.

Ì aðra skál fer sýrður rjòmi, mæjónes , og djion sinnep. Smyrja bringurnar með sýrða rjòmanum mæjò og dijon, smyrja vel bringurnar og setja svo ì raspinn og kryddblönduna. Setja svo ì ofn ca 50 mìn á 160 gráður.

Bera fram með salati og heimlagaðri hvìtlaukssòsu og brùnni piparostasòsu namm namm

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE