Þetta pastasalat er alveg hrikalega gott og slær í gegn hjá fólki á öllum aldri. Þú átt eftir að búa til þetta salat aftur og aftur, það er loforð. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt. 

Sjá einnig: Rjómalagað kjúklinga- og pestópasta

2012-12-04-14-33-151

Pastasalatið sem slær alltaf í gegn

fyrir 4-6
300 gr pastaskrúfur
4 msk sólþurrkaðir tómatar í olíu
2 msk basilíka
2 msk steinselja
2-3 hvítlauksgeirar
1 dl ólífuolía
2 msk balsamik-edik
1 tsk hlynsýróp (ég nota oft bara sýrópið í grænu dósunum)
4 msk furuhnetur, ristaðar á þurri pönnu
80 g pepperóni, skorið niður
1/2 krukka ólífur, t.d. grænar fylltar
kál, gott með en má sleppa
parmesan,rifinn
salt og pipar

Aðferð

  1. Sjóðið pastaskrúfurnar í söltu vatni í um það bil 10 mínútur.
  2. Látið í matarvinnsluvél: sólþurrkuðu tómatana, kryddjurtirnar, hvítlauksgeirana, ólífuolíuna, balsamikedikið og hlynsýrópið.
  3. Keyrið í nokkra hringi og grófhakkið saman.
  4. Blandið saman við pastað og bætið út í furuhnetunum, pepperóni, ólífum og káli. Blandið öllu vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Stráið rifnum parmesan-ostinum yfir áður en salatið er borið fram.
Facebook Comments
SHARE