PCOS – Fjölblöðrueggjastokka heilkenni: Leyndur sjúkdómur hjá mörgum konum

Young woman in pain lying on bed

Fjölblöðrueggjastokka heilkenni er vandamál sem margar konur þurfa að glíma við. PCOS (Policystic Ovary Symdrome) getur verið bæði verið leynt og sýnilegt hjá konum og getur tekið á bæði líkamlega og andlega heilsu kvenna.

images (2)

Ástæða þessa heilkennis er hormónaójafnvægi, sem felst í því að magn karlkyns hormóna í konunni er meira en eðlilegt þykir. Allar konur eru með visst mikið magn karlkyns hormóna í líkamanum, en þegar það magn eykst getur það valdið ýmsum einkennum.  Það getur valdið truflunum á tíðahring kvenna og erfiðleikum með óléttu. Ef það er ekki meðhöndlað getur það einnig valdið öðrum varanlegum heilsufarsvandamálum, svo sem sykursýki og hjartasjúkdómum.

Margar konur fá litlar blöðrur á eggjastokka sína, en þó að blöðrurnar séu ekki skaðlegar konunni geta þær valdið hormónaójafnvægi. Ef heilkennið er greint snemma er hægt að koma í veg fyrir varanlegan skaða en ójafnvægið sem verður á hormónakerfinu getur valdið því að líkaminn fer að framleiða meira andrógen, sem getur komið í veg fyrir að konan fái egglos. Eins getur líkaminn átt í erfiðleikum með að nýta insúlín sitt. Þegar upptaka insúlíns er minni í líkamanum, getur blóðsykursmagn aukist og með tímanum aukið hættuna á því að konan fái sykursýki.

Sjá einnig: Góðar upplýsingar um PCOS – Fjölblöðrueggjastokkaheilkennið

Helstu einkenni PCOS eru:

– Bólur og húðvandamál.

– Þyngdaraukning og erfiðleikar með að léttast.

– Aukin hárvövöxtur á líkama og í andliti. Oft fá konur mikið og dökkt hár í andlitið og hárvöxt á bringuna og á bakið.

– Hár á höfði getur þynnst.

– Óreglulegur tíðahringur. Sumar konur fara sjaldnar á blæðingar og aðrar jafnvel aldrei. Blæðingar geta orðið meiri.

– Frjósemisvandamál. Margar konur geta átt í erfiðleikum með að verða ófrískar.

– Þunglyndi.

Ráð við PCOS eru:  Regluleg hreyfing, heilbrigt mataræði og þyngdarstjórnun, sem getur hjálpað konunni að koma reglu á tíðarhringinnn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að reykingar hækka magn andrógens í líkamanum og þar með ýta undir einkenni PCOS. Læknir gæti ávísað getnaðarvarnarpillu til þess að koma reglu á tíðarhringinnn eða frjósemislyfjum, ef konan er að reyna að verða ófrísk. Ráðlagt er að leita læknisaðstoðar og láta skoða líkamleg einkenni og að fylgjast með blóðsykursmagninu, til þess að koma í veg fyrir þann skaða sem getur orðið vegna insúlínsskorts.

 

 

Heimildir: Womens Health

SHARE