Píkur – Nokkrar staðreyndir – gaman og alvara

Píkur eru frábærar. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um píkur.

Gaman og alvara um píkur

Gljúfurkunta 

Anna Swan (1846-1888) var með stærstu píku sem vitað er um. Sjálf var þessi skoska kona 230 cm á hæð og fæddi barn sem vóg 13 kg. Ekki er vitað til að stærra barn hafi nokkurn tíma fæðst.

Örsmáar píkur

Í læknaskýrslum eru ótal frásögur af örsmáum píkum og eru þetta yfirleitt frávik frá eðlilegum þroska á fósturskeiði. Reynt hefur verið að gera skurðaðgerðir til að leiðrétta þetta. Alltaf fæðast einhverjar stúlkur án píku og er reynt að leysa vanda þeirra með skurðaðgerð.

Konur eru viðkvæmar

Þó að snípurinn sé miklu minni en typpi á karli eru í honum tvisvar sinnum fleiri taugaendar en í mun daufara líffæri karlsins.

Snípur eins stór og typpi 

Sir Edward Home sagðist  árið 1744 hafa séð konu  sem var með 10 cm langan fingursveran sníp. Um  svipað leyti sagði svissneskur líffræðingur frá því að hann hefði rannsakað konu sem var með 17 cm langan sníp.  Metið á þó líklegast franska konan sem árið 1813 var sögð vera með 30 cm langan sníp, sem var eins og háls á gæs.

Það er Búdda í píkunni minni 

Austurlensk trúarbögð eru yfirleitt vinsamlegri í garð píkunnar en þau vestrænu sem oft hafa verið fjandsamleg í hennar garð. Þannig segir t.d. í Tantra Búddafræðum að kjarni Búddakenninganna sé fólginn í einkasvæði kvenna. Orðið kunta (cunt) er dregið af heiti gyðjunnar Cunti, öðru nafni Kali sem er gyðja í Hindúasið.

Þegar typpið lendir í snöru

Þó að sagan af tenntu píkunni sé ekki annað en þjóðsaga er hitt þó rétt að það þekkjast dæmi um að vöðvar í einstaka píkum séu svo öflugir að konurnar geti hreinlega klemmt að typpinu svo að ekki sé hægt að draga það út.  Þegar þetta gerist verða krampasamdrættir í ákveðnum vöðvum í píkunni og getur verið snúið að losna úr heljartakinu.

Ekki alveg einfalt 

Einstaka stúlka fæðist með tvær píkur. Það getur heldur betur flækt málin.

Það er hollt að fá fullnægingu 

Fullnæging slær á túrverki því að vöðvasamdættirnir hafa góð áhrif á legið. Einnig slær fullnæging á höfuðverki því að hún þeytir endorfíni inn í blóðstrauminn.

Stelpusafar

Píka hreinsar sig sjálf rétt eins og augun gera. Þarna er flókið og fullkomið hreinsunarkerfi í gangi sem óhætt er að treysta.

Nóg af bakteríum

Í venjulegri píku eru um 15 mismunandi bakteríur, „góðar bakteríur“ sem verja píkuna fyrir innrás „vondra baktería“ sem vissulega geta gert árás og gert konum lífið leitt.

Runnagróður 

Sumir líffræðingar segja að mikið hár á píkum sé til þæginda við samfarir. Lykt af konunni getur líka sest í hárið og sumum körlum finnst það mjög ánægjulegt. Lengsti hárbrúskur sem vitað er um á píku var 70 cm. Það er nú þó nokkuð!

Gaman, gaman

Konan sem fékk fullnægingu 134 sinnum á einni klukkustund á sennilega ánægjumetið.

 

Heimild

SHARE