Þessi dásamlega ostakaka er á Eldhúsperlum í tilefni tveggja ára afmælis síðunnar. min_IMG_6812

min_IMG_6826

Piparmyntu ostakaka með After eight (fyrir 8-10):

 • Botninn:
 • 250 gr súkkulaðikex (t.d. oreo eða annað kex með kremi á milli)
 • 10 After eight plötur
 • 2 msk brætt smjör
 • 1/2 tsk sjávarsalt
 • Fylling:
 • 1 dós mascarpone ostur við stofuhita (250 gr)
 • 5 dl rjómi
 • 5 dl mjólk
 • 2 pakkar Royal vanillubúðingur
 • 1/2 tsk piparmyntudropar/piparmyntuextract (má sleppa)
 • 5 jólabrjóstsykurs stafir eða nokkrir piparmyntu brjóstsykursmolar
 • Nokkrir dropar bleikur matarlitur (má sleppa)
 • After eight til að skreyta

IMG_7446

Aðferð: Byrjið á að gera botninn. Setjið kexið og after eight í matvinnsluvél. Vinnið í fína mylsnu og hellið smjörinu og saltinu saman við. Geymið. Þeytið saman 5 dl af mjólk og allt búðingsduftið, setjið til hliðar. Þeytið mascarpone ostinn þar til mjúkur og léttur, hellið rjómanum saman við og þeytið þar til blandan er eins og léttþeyttur rjómi. Þeytið þá lagaða vanillubúðinginn saman við þar til blandan er slétt og þykk. Myljið brjóstsykurinn í fínt duft og bætið um 3 msk af duftinu út í ostakökublönduna ásamt piparmyntudropunum og matarlit, ef þið notið. Geymið smá af duftinu til að skreyta með. Þið getið annað hvort sprautað ostakökuna í lítil glös á fæti og borið fram fyrir hvern og einn eða sett hana í eina fallega glæra skál. Þegar ostakökunni hefur verið komið fyrir eins og á að bera hana fram er gott að kæla hana í ísskáp í um 2-4 klst.

IMG_7457min_IMG_6819

Takk fyrir að fylgjast með Eldhúsperlum elsku vinir!!

SHARE