Þessa uppskrift fengum við hjá Thelmu sem heldur úti glæsilegu síðuna Freistingar Thelmu sem má finna hér.

6 eggjahvítur
400 g. púðursykur
750 ml. rjómi
250 g. döðlur
250 g. dökkt súkkulaði
25 g. smjör
1 msk. síróp

Þeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn þangað til blandan er orðin stíf og þétt.
Setjið smjörpappír á 2 bökunarplötur, skiptið marenginum til helminga og smyrjið á plöturnar. Gott er að teikna hring á smjörpappírinn t.d. eftir bökunarformi svo þeir verða svipað stórir. Bakið við 150 gráðu híta í rúmlega 50 mín. eða þar til marengsinn er orðinn fullbakaður og þurr. Látið botnana kólna áður en þið setjið á milli þeirra.

Þeytið rjómann þangað til hann er stífþeyttur. Skerið 200 g. súkkulaði og 250 g. döðlur í litla bita og blandið saman við rjómann, setjið rjómablönduna á milli botnanna. Bræðið 50 g. súkkulaði, 25 g. smjör og 1 msk. síróp í potti yfir lágum hita þangað til súkkulaðið er fullbráðið og allt hefur blandast vel saman. Skreytið kökuna svo með brædda súkkulaðinu.

SHARE