Rabarbarapæ með stökkum hjúpi úr brúnuðu smjöri

Það eru margir með rabarbara í garðinum hjá sér og vita ekkert hvað skal gera við hann. Hér er ein frábær og gómsæt uppskrift af rabarbarapæ sem kemur frá Eldhússögum. 
Uppskrift: 

  • 500 g rabarbari, skorin í bita
  • 150 g smjör
  • 1 1/2 dl haframjöl
  • 1 1/2 dl sykur
  • 1 1/2 dl hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 dl ljóst síróp 
  • 2 msk mjólk
  • örlítið salt

IMG_3988IMG_3989

Ofn hitaður í 175 gráður við blástur. Rabarbarinn skorinn í bita og honum dreift í smurt eldfast mót. Smjörið sett í pott og brætt við fremur háan hita þar til það byrjar að malla vel, þá er fylgst vel með smjörinu, jafnvel aðeins lækkað undir því ef með þarf. Eftir 2-3 mínútur verður það gullinbrúnt með hnetuilmi. Þá er potturinn tekinn af hellunni, mesta froðan veidd af og brúnaða smjörinu hellt í skál, ekki með botnfallinu. Því næst er haframjöli, sykri, hveiti, lyftidufti, sírópi, mjólk og salti bætt út í og allt hrært saman. Þessu er dreift yfir rabarbarann og bakað við 175 gráður í um það bil 45 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.

IMG_3996IMG_3995

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE