Rannsókn: Tveggja barna mæður afkastamestar á vinnumarkaðinum

Útivinnandi mæður eru afkastameiri en barnlausar kynsystur þeirra og tveggja barna mæður skila mestri framleiðni í starfi. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á vegum St. Louis fylkis í Bandaríkjunum og náði til u.þ.b. 10.000 útivinnandi mæðra innan hagfræðigeirans og tók á afköstum og framleiðni þeirra sömu í starfi yfir 30 ára tímaskeið.

Niðurstöður byggja m.a. á útgáfu rannsóknarritgerða hagfræðinga

Rannsakendur vildu kryfja til mergjar áhrif barneigna á afköst kvenna með háskólamenntun en skilgreiningin virðist hafa vafið fyrir fólki. Hvernig er t.a.m. hægt að meta afköst skurðlækna, ráðgjafa eða stjórnenda?

Fyrir valinu varð því hópur hagfræðimenntaðra kvenna og var ákveðið að meta útgefið rannsóknarefni þeirra sömu. Þar sem störf og afköst hagfræðimenntaðra kvenna er auðvelt að rekja  sökum útgáfu viðurkenndra rannsóknarritgerða, þótti eðlilegast að sá hópur yrði fyrir valinu.

Screen Shot 2014-11-11 at 21.40.54

Hér má sjá línurit sem greinir frá niðurstöðum í myndrænu formi

Mæður skáka barnlausum þó úr afköstum þeirra dragi meðan börn eru ung

Fæðing og uppeldi ungra barna tekur vissulega sinn toll af afköstum í starfi; þannig sýndi rannsóknin einnig að konur með ung börn í heimili skiluðu að meðaltali 15% – 17% minni framleiðni fyrstu árin; við fæðingu fyrsta barns dró úr afköstum um 9.5% en þegar annað barn bætist við lækkuðu afköst mæðra um 12.5% til viðbótar. Við fæðingu þriðja barns skertust vinnuafköst aftur um 11%.

Þó dregur úr afköstum þriggja barna mæðra um heil 33%

Með öðrum orðum lækkar framleiðni í starfi um 33% að meðaltali meðal útvinnandi mæðra þrjú börn í heimili, sem leggja má að jöfnu við fjögurra ára rannsóknarstarf sem fer í súginn. Engu að síður virðast þær konur sem eru mæður vera afkastameiri en barnlausar konur, þrátt fyrir að úr framleiðni dragi við komu erfingja í heiminn. Þegar á heildina er litið, sýndi rannsóknin að mæður eru afkastameiri yfir höfuð og skila öflugra ævistarfi.

Tímaþröng talin orka hvetjandi og sjálfsagi sagður spila stærsta þáttinn

Christian Zimmerman, einn rannsakenda sagði þannig í viðtali við Washington Post að ástæðan gæti verið sú að þær konur sem væru líklegar til að verða mæður og þá sérstaklega margra barna mæður, væru einnig líklegastar til að ná lengst í sérfræðigeiranum. „Sjálfsbjargarviðleitnin spilar stærsta þáttinn” sagði Zimmerman aðspurður. Þá telja rannsakendur að úthald mæðra sé meira en annarra kvenna og að orðstír þeirra sé að sama skapi tryggari. Hvað sem þeim tilgátum líður, er þó öllu líklegra að mæður læri að skipuleggja tíma sinn í þaula og að þar liggi hundurinn grafinn.

„Ef ætlunin er að starfa við rannsóknir og ná árangri á því sviði eru skipulagshæfileikar og sjálfsagi að sjálfsögðu lykileiginleikar. Í því gætu niðurstöður verið fólgnar; að mæður búi við meiri aga en barnlausar konur.”

Lesa má nánar um niðurstöður og rannsóknina sjálfa HÉR

SHARE