RedBullMusic Academy ætlar að bjóða 2 íslenskum hljómsveitum á Sónar Stokkhólmi!

Veturinn er kominn, og við höldum áfram að tilkynna ný nöfn fyrir dagskrá Sónar Reykjavík 2014.
Að þessu sinni er okkur sérstök ánægja að kynna komu Jon Hopkins á hátíðina, en þessi breski listamaður hlaut nýlega Mercury Prize tilnefningu fyrir breiðskífu sína Immunity og á að baki merkan tónlistarferil eins sins liðs og í samstarfi við aðra. Samlandi hans, hinn upprennandi Evian Christ, og dönsku sveitirnar When Saints Go Machineog Kent Slash Demo hafa nú einnig bæst við dagskrána.

Við tilkynnum jafnframt að samstarfsverki Ólafs Arnalds og Janus Rasmussen úr Bloodgroup, Kiasmos, og amerísk-íslenski dúettinn Low Roar munu stíga á stokk á hátíðinni.

Alls munu yfir 60 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar koma fram á annari Sónar Reykjavík hátíðinni, 13.-15. febrúar.

Sónar Reykjavík 2014 mun fara fram í Hörpu, á fimm sviðum; Silfurbergi, Norðurljósum, Kaldalóni, Flóasvæðinu og í bílakjallara hússins – sem breytt verður í næturklúbb líkt og á síðustu hátíð.

Miðasala á hátíðina hérlendis fer fram í miðasölu Hörpunnar, á midi.is og harpa.is. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki verða seldir stakir miðar á einstaka tónleika hátíðarinnar. Tryggið ykkur miða í tíma Allar nánari upplýsingar veitir Björn Steinbekk 8999-777

 

Red Bull er aðalkostandi Sónar Stokkhólmi & Red Bull Music Academy mun sjá um allan kostnað við framleiðslu og listamenn sem koma fram á sérstöku Red Bull Music Academy sviði. Hugur er á að tveimur íslenskum hljómsveitum verði boðið að koma fram

SHARE