Regnbogakaka með frosting

http://images6.fanpop.com/image/photos/34800000/Rainbow-Cake-cakes-34860869-595-595.jpg

Regnbogakaka er ótrúlega skemmtilegur kostur fyrir barnaafmælin.

Regnbogakaka

3 bollar hveiti,
2 bollar sykur,
2 tsk lyftiduft,
3/4 tsk salt,
250 gr ósaltað smjör við stofuhita
4 egg
1 bolli mjólk
2 tsk vanilludropar

Blandið saman öllum þurrefnum og smjörið er svo mulið ofaní. Hrærið saman eggin, mjólkina og vanilludropana í sér skál og blandið því svo saman við þurrefnin.
Skiptið deiginu í svona 5 hluta og litið með matarlitum.
Frosting

4 eggjahvítur
2 tsk sykur
1/3 bolli vatn
3/4 bolli ljóst sýróp
2/3 bolli sykur
1/2 tsk vanilludropar

Þeyttið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar léttar og ljósar og bætið við sykrinum við og þeytið þar til blandan er vel blönduð vel saman. Setjið vatnið, sýrópið og sykurinn í pott,  hitið að suðu og hrærið vel í. Passaðu að sjóða ekki of mikið.  Helltu sýrópsblöndunni í eggjablönduna og hrærðu á litlum hraða með þeytara. Þeytið svo öllu vel saman í 6-7 mínutur eða þar til „frostingið“ er orðið létt og hrærðu þá vanilludropum út í.
Setjið á kökuna þegar hún er orðin köld.

SHARE